Hvað er tennisolnbogi?

Tennisolnbogi er bólgur í liðaböndum vöðva sem festast á utanverðan olnbogann. Tennisolnbogi finnst venjulega á vinstri hendi hjá rétthentum golfara vegna stirðleika og rangrar beitingu. Einkennin eru aumur utanverður olnbogi, verkur sem leiðir út í framhandlegg og versnar við átak. Ef ekkert er gert getur það leitt til þrálátra meiðsla.

Ráð við tennisolnboga

Farðu í sveiflugreiningu og fáðu úr því skorið hvort þú sért með svokallaðan kjúklingavæng (chicken wing), en þá er vinstri handleggur boginn (á rétthentum golfara) í framsveiflunni. Einnig er talið að það að slá síendurtekið fyrir aftan boltann geti ýtt enn frekar undir þessi einkenni.
Nuddaðu kælikremi eða settu kælipoka á olnbogann eftir golfiðkun til að minnka bólgumyndun og settu hitapoka eða hitakrem fyrir golf til að fá gott blóðstreymi til umræddra vöðva. Sumir nota spelku á olnbogann til að fá stuðning sem er gott á meðan verið er að vinna í að laga olnbogann en dugar ekki sem langtímalausn.Mikilvægast er að finna orsökina og lagfæra það sem er að, þannig næst langtímaárangur og þar af leiðandi spilar maður betra golf.