Leyndarmálið sem allir foreldrar þurfa að vita.

Hver er algengasta orsökin fyrir heimsókn til barnalæknis? Eyrnabólga eða otitis media er svarið. Staðreyndin er sú að gríðarleg aukning hefur orðið á heimsóknum til barnalækna vegna eyrnabólgu síðan 1975. Tanntaka barna hefur svipuð einkenni og eyrnabólga og ber því að ganga úr skugga um hvort það sé tilfellið áður en lengra er haldið í meðferðarleit.

Sagan sýnir okkur að algengasta meðferð fyrir eyrnabólgu er að taka sýklalyf, en sú meðferð hefur átt undir högg að sækja, sérstaklega í Bandaríkjunum. Ofnotkun á sýklalyfjum hefur leitt til þess að bakterían sem orsakar eyrnabólgu verður ónæm fyrir lyfinu og þar af leiðandi er mjög erfitt að laga vandamálið með lyfjagjöf. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að sýklalyfjameðferð hefur ekki gefið nægilegan árangur til lengri tíma.

Ástæða þess að eyrnabólga kemur aftur og aftur er tvíþætt: Annars vegar drepur sýklalyf flestar bakteríur, þar á meðal góðu bakteríurnar sem lifa í okkar eðlilegu bakteríuflóru til að viðhalda sterku ofnæmiskerfi. Hins vegar laga sýklalyfin sem gefin eru aðeins einkennin en ekki ástæðuna fyrir eyrnabólgunni og laga þannig ekki eiginlegu orsökina fyrir eyrnabólgunni, þar af leiðandi er því miður alltof algengt að einkennin koma aftur og aftur. Eyrnabólgan er aðeins einkenni af miklu stærra vandamáli. Algengasta orsök eyrnabólgu er stíflun í eyrnagöngunum, til dæmis vegna kvefs, en oft er ástæðan ekki nægilega sterkt ofnæmiskerfi. Annað vandamál og líkamleg ástæða fyrir því að börn fá eyrnabólgu er af líffærafræðilegum toga. Í börnum eru eyrnagöngin (eustachian tube) nánast lárétt eða í um 10° halla en með aldrinum ná þau um það bil 45° halla. Þetta er ein ástæða fyrir því að eyrnagöngin hjá börnum ná ekki að hreinsa sig jafnvel og hjá fullorðnum. Foreldrar spyrja sig eðlilega hvað er til ráða. Svarið liggur í því að nálgast vandamálið frá allt annarri hlið með nýrri hugsun því lyfjameðferðin er ekki alltaf rétta lausnin.

Það eru bein tengsl milli tauganna í hálsinum og tensor veli palatini vöðvans sem opnar eyrnagöngin, þ.e. ef það er taugaklemma í hálsinum og þessi taugaklemma truflar starfsemi tensor veli palatini vöðvans þá getur það skert hæfileika vöðvans til að stjórna opnun eyrnaganganna og þar af leiðandi geta eyrnagöngin stíflast. Taugin sem stjórnar tensor veli palatini vöðvanum er medial pterygoid nerve sem kemur frá trigeminal taug (heilataug nr. V), en hún á upphaf sitt í hálsinum. Veikt ónæmiskerfi og truflun á taugaflæði til þessa vöðva getur leitt til eyrnabólgu sem tekur sig upp aftur og aftur þangað til hið eiginlega vandamál er meðhöndlað á réttan hátt.

Starf kírópraktors er að finna mögulegar taugatruflanir af þessu tagi og leiðrétta þær. Ef aðalástæðan fyrir eyrnabólgunni er sú að hryggjarliðir í hálsi trufla taugaflæði vegna skekkju eða liðskriðs þá getur það oft sést í hitaskanna sem er notaður til að finna og fylgjast með árangri meðferða kírópraktors. Kírópraktorinn getur fundið þessa skekkju og í mörgum tilfellum leiðrétt hana með réttri meðhöndlun og þar af leiðandi hjálpað líkamanum að vinna á eyrnabólgunni.

Meðferð hjá kírópraktor fyrir eyrnabólgu af þessu tagi hefur sýnt að það eru sterk tengsl milli meðferðar og þess að börn sigrist á eyrnabólgunni.