Verkur í hálsi – Hvað veldur?

Er hálsinn stífur? Er verkur í öðru eða báðum herðablöðum? Er verkurinn stöðugur, líka í hvíld og yfir nóttina? Hefurðu á tilfinningunni að þú þurfir að láta braka í bakinu? Fer verkurinn upp í höfuð eða niður í handlegg? Engin breyting á verkjum eða stífleika þrátt fyrir verkjalyf eða kælingu? Verkur þegar djúpt er andað? Eymsli eða hnútar í herðablaðinu fyrir ofan rifbeinin? Ef þetta er einkenni sem þú þekkir þá gætir þú verið með vandamál í rifbeinum, ekki örvænta þetta er miklu algengara en þú heldur og það er til lausn.

Brjóstkassinn samanstendur af 24 ribeinum, 12 á hvorri hlið.

Þessum 24 liðamótum er haldið saman með nokkrum sterkum liðböndum og mjúkvef. En þegar eitt eða fleiri liðbönd teygjast of mikið og rifbein hreyfist aðeins nokkrum millimetrum of mikið þá geta komið upp ýmis vandamál.

Þegar þetta gerist ertist svæðið og bólgur myndast, heilinn sendir boð um að nærliggjandi eigi vöðvar krampa og  bæta fyrir tognaða liðbandið. Heilinn er að reyna að koma í veg fyrir að rifbeinið hreyfist utar/lengra, heilinn skynjar að  eitthvað er óeðlilegt. Það eru margir vöðvar sem liggja ofan á aftanverðu rifbeini, Þetta er ástæða fyrir því að sársauki getur verið svo mismunandi og dreifður.

Og hvernig vitum við hvort við erum með vandamál /verki í rifbeinum og hvað getum við gert við því. Ef við þekkjum áðurnefnd einkenni þá gætum við verið með vandamál í rifbeinum.

Hvað er til ráða?

Næsta skref er að greina af hverju vandamálið kom til að byrja með, var það slys td. datt í hálku eða eitthvað þessháttar eða er dulin hryggskekkja sem hefur áhrif á rifbeinin.

Best er að greina þetta með nákvæmri skoðun og standandi stafrænni röntgenmynd til staðfestingar.

Góðu fréttirnar eru að ef vandamálið er greint rétt og orsökin fundin þá eru miklar líkur að hægt sé að laga þetta og með réttum æfingum eru minni líkur að vandinn endurtaki sig.

Ekki sætta þig við langavarandi verk, leitaðu að orsökinni og lausna.