
Kírópraktorstofa Íslands er heilbrigðisstofnun og fylgir reglum sem um hana gilda í hvívetna. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu eru kírópraktorar löggiltir heilbrigðisstarfsmenn.
• Kírópraktorar fara ekki á milli meðferðarherbergja.
• Starfsfólk sótthreinsar snertifleti inn í meðferðarými á
milli viðskiptavina.
• Kírópraktorar nota handspritt eða handþvott eftir
hverja heimsókn.
• Röntgentæki og búnaður er sótthreinsaður eftir hverja
notkun.
• Meðferðartími hefur verið lengdur til að fækka
viðskiptavinum hverju sinni á stofunni og fækkað hefur
verið stólum á biðstofu til að tryggja viðskiptavinum
nægt pláss meðan beðið er.
Að lokum þá mælum við með að viðskiptavinir okkar noti NOONA appið til að bóka eða breyta tíma hjá okkur.
Minnum á grímuskyldu og spritta hendur við innkomu og brottför.
Starfsfólk Kírópraktorstofu Íslands.