Kírópraktorstofa Íslands er heilbrigðisstofnun og fylgir reglum sem um hana gilda í hvívetna.

Fyrir fjórum vikum gerðum við verklag á stofunni skýrara og munum frá og með mánudeginum 16. mars virða takmarkanir stjórnvalda á samkomum og setja eftirfarandi strangari reglur til að draga úr smithættu.

• Kírópraktorar og móttökustarfsmenn eru á vöktum
sem skarast ekki.
• Kírópraktorar fara ekki á milli meðferðarherbergja.
• Starfsfólk sótthreinsar snertifleti inn í meðferðarými á
milli viðskiptavina.
• Starfsfólk gætir að ráðlögðu 2 m svigrúmi hvert
gagnvart öðru á vinnutíma. Er því kaffistofa lokuð.
• Kírópraktorar nota handspritt eða handþvott eftir
hverja heimsókn.
• Móttökustarfsmenn eru á þremur vöktum, einn á hverri
vakt og er móttakan sótthreinsuð á vaktaskiptum.
• Röntgentæki og búnaður er sótthreinsaður eftir hverja
notkun.
• Meðferðartími hefur verið lengdur til að fækka
viðskiptavinum hverju sinni á stofunni og fækkað hefur
verið stólum á biðstofu til að tryggja viðskiptavinum
nægt pláss meðan beðið er.

Starfsmannafundir hafa verið lagðir niður þar til 1. maí til að byrja með.

Að lokum þá mælum við með að viðskiptavinir okkar noti NOONA appið til að bóka eða breyta tíma hjá okkur.
Starfsfólk Kírópraktorstofu Íslands.