Magni Bernhardsson B.Sc.  D.C.

Kírópraktor / Framkvæmdastjóri

magni@kpi.is

Magni starfaði sem einkaþjálfari í rúman áratug áður en hann fluttist til Bandaríkjanna til að nema kírópraktík í Palmer College of Chiropractic. Magni starfaði fyrir dr. Burns á meðan hann var í námi. Dr. Burns starfar sem Gonstead-kírópraktor í Illinois-fylki þar sem Magni lærði þá tækni sem hann notar í dag. Árið 2007 – 2008 starfaði Magni við að hreyfigreina og styrktargreina golfiðkendur fyrir PGA-golfkennara í Bandaríkjunum. Aðferðafræðina lærði hann hjá dr. Greg Rose hjá Titleist Performance Institute, kírópraktor sem hannaði TPI-kerfið. Magni starfaði einnig sem aðstoðarmaður yfirsjúkraþjálfara Palmer.
Þessi bakgrunnur hefur gert Magna kleift að greina sína skjólstæðinga sína frá mörgum ólíkum sjónahornum og þar af leiðandi hefur hann getað kennt hverjum og einum réttar aðferðir til að ná sem bestum árangri og leiðbeint fólki í rétta átt þegar þess er þörf.

Magni stofnaði Kírópraktorstofu Íslands árið 2010 eftir að hann fluttist heim frá Bandaríkjunum.

Jón Arnar Magnússon B.Sc. M.Chiro

Kírópraktor

jonarnar@kpi.is

Jón Arnar er ólympíufari í tugþraut og einn ástsælasti íþróttamaður þjóðarinnar til margra ára, menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni og útskrifaðist þaðan 1993, fyrrum atvinnumaður í frjálsum íþróttum í yfir tíu ár, verðlaunahafi á heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum og margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari í frjálsum íþróttum. Árið 2006 fór hann ásamt fjölskyldu sinni til Englands og lagði stund á kírópraktík við Anglo European College of Chiropractic (AECC) í Bournemouth Dorset. Þar var hann fenginn til þess að meðhöndla íþróttamenn og almenning, og kom þá reynslan af íþróttum til góða. Hann hlaut verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi framlag sitt við meðhöndlun og endurhæfingu á íþróttamönnum. Jón Arnar starfaði sem aðstoðarmaður yfirmanns endurhæfingarseturs AECC og fékkst þar við margs konar hreyfigreiningar og rannsóknarvinnu varðandi hreyfiferla og hreyfigetu líkamans. Þá hefur hann einnig komið að þjálfun og séð um að útbúa æfingaáætlun fyrir aðra afreksíþróttamenn.

Íþróttaferillinn og sú gríðarlega reynsla sem honum fylgir, ásamt náminu, hafa gert Jóni Arnari kleift að nálgast og aðstoða skjólstæðinga sína frá mörgum hliðum því engir tveir einstaklingar eru eins.

Helga Björg Þórólfsdóttir B.Sc. D.C.

Kírópraktor

helga@kpi.is

Helga útskrifaðist sem kírópraktor frá Palmer College of Chiropractic í Iowa í Bandaríkjunum. Í Palmer lærði hún mismunandi kírópraktíktækni og sótti námskeið í þeim meðfram náminu. Meðan á náminu stóð fór hún með hópi nemenda til Fiji-eyja þar sem hún meðhöndlaði almenning og vann sérstaklega með börnum. Helga starfaði sem aðstoðamaður yfirsjúkraþjálfara og í röntgengreiningardeild skólans ásamt því að vera í skólaliðinu í rugby. Hún hefur mikinn áhuga á lýðheilsu og leggur metnað sinn í að hjálpa og leiðbeina skjólstæðingum sínum í átt að heilbrigðum lífsstíl svo líkami hvers og eins starfi eins vel og honum er mögulegt.

Helga kynntist kírópraktík eftir að hafa þjáðst af langvarandi vandamálum í baki tengdum hestamennsku, en hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri. Áður en Helga hóf nám í kírópraktík útskrifaðist hún sem líffræðingur frá Háskóla Íslands.

Blair upper cervical technique í Palmer College of Chiropractic 2016
Soft tissue treatments í Palmer College of Chiropractic 2014

Guðmundur Freyr Pálsson B.Sc. M.Sc

Kírópraktor

gudmundurpals@kpi.is

Guðmundur útskrifaðist sem kírópraktor eftir fimm ára nám við Anglo European College of Chiropractic í Englandi. Samhliða náminu var hann formaður Gonstead klúbbsins við skólann og kenndi samnemendum sínum þá tækni og aðferðafræði. Meðan á klíníska námi Guðmundar stóð þáði hann boð um starfsnám hjá Redbull liðinu í Formúlu 1 þar sem hann starfaði við hreyfigreiningu og veitti liðsmönnum kírópraktíska meðhöndlun.

Auk þess kláraði Guðmundur grunnnám við íþróttatengda læknisfræði í Bandaríkjunum árið 2011, sótti ýmis námskeið og fjölda annarra meðferðarúrræða. Þessi breiði grunnur sem og langur íþróttaferill Guðmundar gerir honum kleift að greina skjólstæðinga sína út frá þörfum hvers og eins frá mismunandi sjónarhornum. Þannig leiðbeinir hann þeim í átt að betri heilsu.

2012 Dr. Kent Edlund – Gonstead Seminar
2012 Dr. Lawrence King – Gonstead Seminar
2013 Dr. Lawrence King – Gonstead Seminar
2014 Dr. Lawrence King – Gonstead Seminar Upper Cervical Workshop
2014 Dr. John Cox and – Gonstead Advanced Technique
2015 Dr. Mitch Mally – Adjustive Techniques for the lower limb and shoulder
2015 Dr. Jonathan Cook – TMJ rehabilitation

Matthías Arnarson  M.Chiro

matti@kpi.is

Matthías útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC University College í Bournemouth, Englandi eftir fjögurra ára nám. Matthías var formaður og leiðbeinandi í Gonstead klúbbnum í skólanum þar sem hann kenndi samnemendum sínum Gonstead tækni og aðferðafræði. Matthías sótti einnig fjölmörg námskeið í Gonstead tækninni á námsárum sínum. Í klíníska náminu sínu var hann í starfsnámi í brjóstagjafar klíník sem var starfrækt með ljósmæðrum í klíník skólans. Í því var lögð áhersla á greiningu og meðhöndlun ungabarna og mæðra, en þar var Matthías eini karlmaðurinn í hópnum. Við lok starfsnámsins var hann tilnefndur til verðlauna sem „besti alhliða nemandinn“ við skólann.

Matthías á víðtækan íþróttaferil að baki og hefur æft fjölmargar íþróttir frá unga aldri. Þar má helst nefna snjóbretti, bardagaíþróttir og fótbolta. Einnig hefur hann þjálfað fyrrnefndar íþróttir en þar kviknaði áhugi hans á meðferðarúrræðum til heilbrigðari lífsstíls. Hann ólst einnig upp við víðtæk meðferðarúrræði föður síns sem er sjúkranuddari og sérfræðingur í kíverskum nálastungum.  Í dag stundar Matthías snjóbretti, brimbretti, fjallahjólreiðar, crossfit, hlaup, útivist ásamt fleiru svo eitthvað sé nefnt og er með fjólublátt belti í Brasilísku Jiu Jitsu.

Með þessarri breiðu reynslu hefur Matthías öðlast djúpan skilning á virkni mannslíkamans, kírópraktískri greiningu og meðhöndlun með hagsmuni skjólstæðinga sinna að leiðarljósi og leiðbeinir þeim í átt að heilbrigðari lífsstíl.

Námskeið:

  • Gonstead Specific Chiropractic seminars, dr. Lawrence King – fimm námskeið á árunum 2016 – 2019.
  • Gonstead Seminar of Chiropractic – dr. John Cox og dr. Bill Droessler 2018.
  • Pelvic bench Secrets, Gonstead System of Chiropractic – dr. Lydia Dever 2017.
  • Gonstead System of Chiropractic – dr. Gregory Plaugher 2018.
  • Wrist, Elbow and Hand Extremity Adjusting – dr. Mitch Mally 2017.
  • Lower Extremity adjusting – dr. Mitch Mally 2018.
  • Adjusting workshop – dr. Graeme Massey 2019.
  • Gonstead Adjusting Academy – dr. David Currie 2019.

Þórunn Gyða Hafsteinsdóttir

Móttaka
thorunn@kpi.is

Þórunn hefur starfað hjá Kírópraktorstofu Íslands frá opnun.

Ásamt stelpunum í móttökunni sér hún um að öll verkefni séu leyst og kírópraktorarnir séu á réttum stað á réttum tíma.

Þórunn tekur vel á móti viðskiptavinum okkar og þekkir flesta ef ekki alla sem til okkar koma með nafni.

Júlía Skúladóttir

Móttaka
kpi@kpi.is

Júlía hóf störf hjá Kírópraktorstofu Íslands haustið 2019. Hún sér um seinniparts vaktina hjá okkur með bros á vör.

Anna Gísladóttir

Móttaka
kpi@kpi.is

Anna hefur starfað á Kírópraktorstofu Íslands frá 2014.

Anna er morgunmanneskja og sér til þess að dyrnar séu opnaðar klukkan sjö alla virka daga.
Hún er morgunglaða amman í hópnum.

Elísa Eik Guðjónsdóttir

Móttaka
kpi@kpi.is

Elísa hóf störf hjá okkur sumarið 2019 sem sumarstarfsmaður og hefur hún verið okkur innan handar í vetur sem afleysing. Elísa stundar nám í tölvunarfræði í HR.