Magni Bernhardsson B.Sc.  D.C.

Kírópraktor / Framkvæmdarstjóri

Magni starfaði sem einkaþjálfari í rúman áratug áður en hann fluttist til Bandaríkjanna til að nema kírópraktík í Palmer College of Chiropractic. Magni starfaði fyrir dr. Burns á meðan hann var í námi. Dr. Burns starfar sem Gonstead-kírópraktor í Illinois-fylki þar sem Magni lærði þá tækni sem hann notar í dag. Árið 2007 starfaði Magni við að hreyfigreina og styrktargreina golfiðkendur fyrir PGA-golfkennara í Bandaríkjunum. Aðferðafræðina lærði hann hjá dr. Greg Rose hjá Titleist Performance Institute, kírópraktor sem hannaði TPI-kerfið. Magni starfaði einnig sem aðstoðarmaður yfirsjúkraþjálfara Palmer.
Þessi bakgrunnur hefur gert Magna kleift að greina sína skjólstæðinga frá mörgum ólíkum sjónahornum og þar af leiðandi hefur hann getað kennt hverjum og einum réttar aðferðir til að ná sem bestum árangri og leiðbeint fólki í rétta átt þegar þess er þörf.

Magni Stofnaði Kírópraktorstofu Íslands árið 2010 Eftir að hann fluttist heim frá Bandaríkjunum.

Jón Arnar Magnússon B.Sc. D.C.

Kírópraktor

Jón Arnar er ólympíufari í tugþraut og einn ástsælasti íþróttmaður þjóðarinnar til margra ára, menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni og útskrifaðist þaðan 1993, fyrrum atvinnumaður í frjálsum íþróttum í yfir tíu ár, verðlaunahafi á heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum og margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari í frjálsum íþróttum. Árið 2006 fór hann ásamt fjölskyldu sinni til Englands og lagði stund á kírópraktík við Anglo European College of Chiropractic (AECC) í Bournemouth Dorset. Þar var hann fenginn til þess að meðhöndla íþróttamenn og almenning, og kom þá reynslan af íþróttum til góða. Hann hlaut verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi framlag sitt við meðhöndlun og endurhæfingu á íþróttamönnum. Jón Arnar starfaði sem aðstoðarmaður yfirmanns endurhæfingarseturs AECC og fékkst þar við margskonar hreyfigreiningar og rannsóknarvinnu varðandi hreyfiferli og hreyfigetu líkamans. Þá hefur hann einnig komið að þjálfun og séð um að útbúa æfingaáætlun fyrir aðra afreks íþróttamenn.

Íþróttaferillinn og sú gríðarlega reynsla sem honum fylgir, ásamt náminu hafa gert Jóni Arnari kleift að nálgast og aðstoða skjólstæðinga sína frá mörgum hliðumþví engir tveir einstaklingur er eins.

Jón Arnar er kvæntur Huldu Ingibjörgu Skúladóttur, Ms. í innanhúss hönnun og saman eiga þau þrjá syni.

Helga Björg Þórólfsdóttir B.Sc. D.C.

Kírópraktor

Helga útskrifaðist sem kírópraktor frá Palmer College of Chiropractic í Iowa í Bandaríkjunum. Í Palmer lærði hún mismunandi kírópraktíktækni og sótti námskeið í þeim meðfram náminu. Á meðan náminu stóð fór hún með hópi nemenda til Fiji- eyja þar sem hún meðhöndlaði almenning og vann sérstaklega með börnum. Helga starfaði einnig sem aðstoðamaður yfirsjúkraþjálfara og í röntgengreiningardeild skólans og var í skólaliðinu í rugby. Hún hefur mikinn áhuga á lýðheilsu og leggur metnað sinn við að hjálpa og leiðbeina skjólstæðingum sínum í átt að heilbrigðum lífsstíl svo líkami hvers og eins starfi eins vel og honum er mögulegt.

Helga kynntist kírópraktík eftir að hafa þjáðst af langvarandi vandamálum í baki tengdum hestamennsku, en hún hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri. Áður en Helga hóf nám í kírópraktík útskrifaðist hún sem líffræðingur frá Háskóla Íslands.

Andri Ford B.Sc. D.C.

Kírópraktor/löggiltur sjúkraþjálfari

Andri útskrifaðist sem kírópraktor frá Háskólanum í Suður-Wales, Cardiff. Áður starfaði hann sem sjúkraþjálfari í fimm ár þar sem hann sérhæfði sig meðal annars í að meðhöndla íþróttafólk. Auk þess hefur hann starfað með fjölda félags- og landsliðum.
Einnig hefur Andri klárað grunnnám í lífefnafræði og framhaldsnám í ómskoðun (MSK Ultrasound), auk fjölda námskeiða í meðferðum, svo sem hreyfigreiningu og nálastungum.
Þessi fjölbreytti bakgrunnur Andra hefur gert honum kleift að greina skjólstæðinga með heildrænum hætti út frá mismunandi kenningum og sjónarhornum.

Guðmundur Freyr Pálsson B.Sc. D.C.

Kírópraktor

Guðmundur útskrifaðist sem kírópraktor eftir fimm ára nám við Anglo European College of Chiropractic í Englandi. Samhliða náminu var hann formaður Gonstead klúbbsins við skólann og kenndi þar samnemendum þá tækni og aðferðafræði. Meðan á klíníska námi Guðmundar stóð þáði hann boð um starfsnám hjá Redbull liðinu í Formúlu 1 þar sem hann starfaði við hreyfigreiningu og veitti liðsmönnum kírópraktíska meðhöndlun.

Auk þess kláraði Guðmundur grunnnám við íþróttatengda læknisfræði í Bandaríkjunum árið 2011, sótti ýmis námskeið og fjölda annarra meðferðarúrræða. Þessi breiði grunnur sem og langur íþróttaferill Guðmundar gerir honum kleift að greina skjólstæðinga út frá þörfum hvers og eins frá mismunandi sjónarhornum. Þannig leiðbeinir hann þeim í átt að betri heilsu.

Þórunn Gyða Hafsteinsdóttir

Skrifstofustjóri

thorunn@kpi.is

Anna Gísladóttir

Móttaka

kpi@kpi.is

Magnea Mist Friðriksdóttir

Móttaka

kpi@kpi.is