Heilsufyrirlestur í fyrirtækinu þínu?

 

Ein af algengustu ástæðum fjarvista hjá starfsfólki fyrirtækja á Íslandi er stoðkerfisvandamál.

Lykillinn að því að draga úr fjarvistum er því að upplýsa starfsfólk um leiðir til að vinna á stoðkerfisvandamálum.

Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að fá kírópraktor í heimsókn til að halda fyrirlestur um almenna heilsu með áherslu á stoðkerfið?

Hjá Kírópraktorstofu Íslands eru starfandi kírópraktorar sem allir hafa mikla þekkingu á almennri heilsu og stoðkerfinu. Þeir leggja einnig mikið upp úr því að kenna fólki einfaldar æfingar og teygjur til minnka líkur á stoðkerfavandamálum.

 

Bóka fyrirlestur

„Fyrirlestur Magna Bernhardssonar kírópraktors var mjög áhugaverður. Magni útskýrði mjög skilmerkilega og sýndi á myndrænan hátt stöðu hryggjarins og hvernig hann tengist öllum helstu líffærum líkamans. Mjög fróðlegt og gagnlegt að fá svona fræðslu inn í fyrirtækið. Kærar þakkir!“

Sigríður Harðardóttir / Sérfræðíngur á Mannauðsviði N1

Helga og Guðmundur frá Kírópraktorstofu Íslands héldu mjög áhugaverðan fyrirlestur sem sneri að starfsfólkinu okkar og þeirra daglegri vinnu.  Þetta var einstaklega áhrifaríkt og í framhaldinu eru nokkrir staðráðnir í að kíkja til þeirra og er ég þar á meðal. Takk fyrir vakninguna

Þórunn Ása Þórisdóttir / Verkefnastjóri Tækniþjónustu- og afhendingardeildar

Virkilega viðkunnanlegir strákar sem komu og fóru mjög fagmannlega yfir eitt og annað varðandi líkamsstöðu og hrygginn okkar, hvernig hann virkar og hvernig ber að hugsa um hann. Hvernig hægt er að leysa úr vandamálum sem koma upp vegna rangrar líkamsbeitingar og ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir. Skýrt og skilmerkilegt og þó nokkrir sem sáu það að þeir þurftu að panta sér tíma og láta kíkja á sig. Svöruðu öllum spurningum með bros á vör og voru virkilega skemmtilegir.

Þórey Kristín Pétursdóttir / Þjónustufulltrúi Advania