Heilsufyrirlestur í fyrirtækinu þínu?

 

Ein af algengustu ástæðum fjarvista hjá starfsfólki fyrirtækja á Íslandi er stoðkerfisvandamál.

Lykillinn að því að draga úr fjarvistum er því að upplýsa starfsfólk um leiðir til að vinna á stoðkerfisvandamálum.

Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að fá kírópraktor í heimsókn til að halda fyrirlestur um almenna heilsu með áherslu á stoðkerfið?

Hjá Kírópraktorstofu Íslands eru starfandi kírópraktorar sem allir hafa mikla þekkingu á almennri heilsu og stoðkerfinu. Þeir leggja einnig mikið upp úr því að kenna fólki einfaldar æfingar og teygjur til minnka líkur á stoðkerfavandamálum.

 

Sigríður Harðardóttir, sérfræðingur á mannauðssviði N1

„Fyrirlestur Magna Bernhardssonar kírópraktors var mjög áhugaverður. Magni útskýrði mjög skilmerkilega og sýndi á myndrænan hátt stöðu hryggjarins og hvernig hann tengist öllum helstu líffærum líkamans. Mjög fróðlegt og gagnlegt að fá svona fræðslu inn í fyrirtækið. Kærar þakkir!“

 

 

Bóka fyrirlestur