Sérstaða Kírópraktorstofu Íslands

Hugmyndafræði Kírópraktorstofu Íslands er að greina skjólstæðinga eftir ítarlegri heilsufarssögu, greina virkni og vanvirkni vöðva, greina hreyfivillur, finna hreyfiskerta liði og ef þörf er á að taka stafræna röntgenmynd. Í framhaldi af greiningu röntgenmyndar er gerð ítarleg áætlun þar sem tekið er tillit til allra niðurstaðu úr fyrrnefndum greiningum og meðferð hafin samdægurs.

Í samstarfi við íþróttafræðinga hjá Sporthúss Gull munum við finna bestu mögulegar æfingar sérsniðnar að þörfum hvers og eins til að hámarka árangur merðferðar og stórauka stöðugleika á þeim svæðum sem unnið er á. Skjólstæðingar Kírópraktorstofu Íslands fá hreyfiseðil frá kírópraktornum sínum þar sem tilgreint er hvaða svæði þarf að vinna í og tekur íþróttafræðingur mið af því.

Hreyfiseðillinn er virkur í mánuð og hefur skjólstæðingurinn aðgengi að Sporthúsinu og opnum tímum á meðan seðillinn er í gildi. Sporthús Gull er í einstaklega notalegu umhverfi á sömu hæð og Kírópraktorstofa Íslands og hreyfiseðillinn er virkjaður þegar kírópraktorinn telur að það sé heppilegast að taka næsta skref í átt að bættum lífsstíl.

Það er enginn of ungur eða of gamall til að leita til kírópraktors hjá Kírópraktorstofu Íslands.

Hvað gerir kírópraktor?

Starf kírópraktorsins er að finna og leiðrétta hryggvandamál svo taugakerfið þitt geti starfað á hámarksgetu. Svæðið sem hefur misst eðlilega hreyfigetu getur myndað óeðlilegt slit hraðar en svæði sem hreyfist eðlilega og er stöðugt. Með því að koma eðlilegri hreyfigetu aftur á með réttum aðferðum getur líkaminn sem betur fer myndað smátt og smátt stöðugleika.

Miðtaugakerfið

Miðtaugakerfið er samansett af heilanum og mænunni sem eru sífellt að meta stöðuna og viðhalda stöðugleika í líkamanum.
Heilinn er stjórnstöð líkamans sem stjórnar öllum aðgerðum og viðheldur þannig stöðugleika í líkamanum. Taugakerfið er samskiptanet sem tekur við og sendir skilaboð frá heilanum í gegnum mænuna til allra frumna í líkamanum.
Mænan er langur þykkur taugavefur sem liggur frá neðri hluta heilans og niður mænugöngin. Á leiðinni niður mænuna greinast taugar frá mænunni út um göt milli hvers hryggjarliðar. Þessar taugar skiptast aftur og aftur í minni taugaþræði sem tengjast hverri frumu, líffæri og vef í líkamanum og kallast úttaugakerfi. Líkaminn hefur um það bil 15 billjónir taugafruma sem senda og taka við skilaboðum frá mænunni.
Miðtaugakerfið okkar er gríðarlega viðkvæmt, en hvað verndar það? Hryggurinn.

Hryggurinn

Í hryggnum eru 24 hreyfanlegir hryggjarliðir, hver og einn starfar með næsta fyrir ofan og þeim næsta fyrir neðan. Brjósk er á milli allra hryggjarliða sem starfa sem dempari og býr til pláss á milli þeirra hryggjarliða svo pláss sé fyrir taugina.
Af hverju er heilbrigður hryggur svona mikilvægur? Jú, hann verndar mænuna og viðkvæman taugavefinn og gerir okkur kleift að beygja okkur, sveigja og hreyfa eðlilega án þess að skaða taugarnar.
Ef hryggjarliður hreyfist ekki eðlilega er oft talað um subluxation complex; óhreyfanleiki, skekkja, stífleiki, óeðlileg hreyfing.
Þegar tveir eða fleiri hryggjarliðir hreyfast ekki eðlilega og eða hafa misst eðlilega stöðu getur myndast þrýstingur á taugar sem truflar eðlilegt taugaflæði frá heilanum til líkamans og frá líkamanum til heilans.

Þrýstingur á taug

Rannsókn sem var gerð í Colarado-háskólanum sýnir fram á að það þarf aðeins 8–10 mercury-þrýsting til að minnka taugaflæði frá einni taug um allt að 60%. Það er um það bil þyngd einnar krónu.

Áhrif taugaklemmu

Ef taugaflæði til einhvers hluta líkamans er skert getur það að lokum leitt til einkenna sem er eina aðferð líkamans til að láta þig vita að eitthvað er að. Ef eitthvað truflar taugaflæði í hálsinum getur það til dæmis leitt til höfuðverkja, stífleika eða verkja í höndum.
Í brjóstbakinu getur það til dæmis leitt til stífleika í vöðvum sem liggja frá brjóstbaki upp í háls, lélegrar líkamsstöðu, verkja fram í bringu og axlir, höfuðverkja eða síþreytu.
Í neðra baki getur það til dæmis leitt til hnéverkja, settaugabólgu, verkja í mjóbaki eða sinadráttar.

 

Lyf

Verkjalyf og bólgueyðandi lyf geta minnkað einkennin en þau leiðrétta yfirleitt ekki orsökina fyrir vandamálinu. Með því að leiðrétta ekki orsökina leyfum við vandamálinu að þróast til verri vegar og það endar með verri veikindum. Við vitum öll að ofnotkun lyfja getur leitt til verri aukaverkana.