Eins og fram hefur komið hafa átt sér stað eigendaskipti á Kírópraktorstofu Íslands. Magni Bernhardson opnaði stofuna árið 2010 og hefur stýrt henni frá upphafi með frábærum árangri í góðu samstarfi við Sporthúsið og Sjúkraþjálfunina í Sporthúsinu. Til stofunnar hafa leitað ríflega 17.000 manns í gegnum árin.

Nýjir eigendur eru Helga Björg Þórólfsdóttir og Matthías Bergmann Arnarson, kírópraktorar og höfum við bæði starfað á stofunn frá útskrift, Helga 2016 og Matthías 2019. Við þekkjum því vel til stofunnar og erum spennt fyrir framtíðinni. Reynsluboltinn Jón Arnar Magnússon kírópraktor og íþróttahetja mun starfa hjá okkur áfram og bætast fljótlega fleiri kírópraktorar í hópinn. Eins mun Anna Gísladóttir starfa áfram á skrifstofunni og í afgreiðslunni hjá okkur.

Við munum halda áfram samstarfi við Sjúkraþjálfunina í Sporthúsinu þangað sem við beinum skjólstæðingum sem einnig þurfa sjúkraþjálfun. Samstarfið við Sporthús Gull verður óbreytt en þar fá okkar skjólstæðingar aðgang og þjálfun hjá íþróttafræðingi í mánuð, þeim að kostnaðarlausu.

Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur á Kírópraktorstofu Íslands.

Gæði – Árangur – Persónuleg nálgun

Helga Björg
Matthías