Category Archives: Fróðleikur

Höfuðverkir og kírópraktík

Einstaklingar með höfuðverki ganga reglulega inn um okkar dyr. Höfuðverkir eru taldir vera eitt af grundvallarheilkennum sem kírópraktorar geta, oft og tíðum, hjálpað mikið með, samkvæmt vísindalegum rannsóknum (Bronfort et al., 2001). Þar sem höfuðverkir geta vissulega verið mjög alvarlegir verður að hafa varann á og vanda mjög til verka við greiningu þegar höfuðverkir eiga […]

Vissir þú að öxlin er sá liður mannslíkamans sem er með mestu hreyfigetuna?

Verkur í öxl Öxlin samanstendur af upphandleggsbeini, herðablaði og viðbeini. Upphandleggsbeinið situr svo í glenoid-skálinni á herðablaðinu og er haldið stöðugri þar með fjórum vöðvum sem kallast rotator cuff-ið. Í hinu vestræna samfélagi eru axlavandamál mjög algeng en oft má rekja stóran hluta þeirra til mikils álags á þessa fjóra vöðva, sinar og vöðvafestur þeirra. Þegar þessi vandamál banka upp á er gríðarlega mikilvægt […]

Mjóbaksverkir – Er óhollt að sitja?

Mjóbaksverkir vegna langverandi setu Allur mannslíkaminn er „hannaður“ með það að leiðarljósi að hann sé meira og minna á hreyfingu. Það er því í rauninni mjög óeðlilegt fyrir hann að þurfa að sitja í lengri tíma, sama hvort það er í stól, á gólfi, í sófa eða bíl. Þegar við sitjum er líkaminn hreyfingarlítill og […]

Bakverkir – Af hverju fáum við í bakið?

Bakverkir – Hvað veldur? Flestir hafa heyrt orðin þursabit, tak í bakið og mjóbaksverkir. En hver er þýðingin og munurinn á milli þeirra? Allt geta þetta verið mismunandi heiti yfir sömu eða svipuð einkenni þar sem verkjum er lýst í eða í kringum mjóbakssvæðið. Einkennin geta verið staðbundin eða leitt niður í rasskinnar eða fram […]

Eru útreiðar góðar fyrir líkamann?

Hestamennska fyrir líkama og sál „Allir hestamenn geta verið sammála um að reiðtúr á góðum hesti sé hressandi bæði fyrir líkama og sál. Þó hafa þeir líklega flestir heyrt frá fólki sem er síður fyrir hestamennsku að það sé lítið mál að ríða út; maður einfaldlega sitji og hesturinn sjái um alla vinnuna. Þetta er […]

Verkur í hálsi: algeng ástæða sem þú vissir ekki af

Verkur í hálsi – Hvað veldur? Er hálsinn stífur? Er verkur í öðru eða báðum herðablöðum? Er verkurinn stöðugur, líka í hvíld og yfir nóttina? Hefurðu á tilfinningunni að þú þurfir að láta braka í bakinu? Fer verkurinn upp í höfuð eða niður í handlegg? Engin breyting á verkjum eða stífleika þrátt fyrir verkjalyf eða […]

Íþróttaiðkun barna og unglinga. Hverju ber að fylgjast með?

Íþróttaiðkun barna og unglinga. Hlustum og fylgjumst með Jón Arnar Magnússon, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands og ólympíufari í tugþraut. Fréttatíminn 17.júlí 2015 Ég hef undanfarið fylgst með umræðunni varðandi meiðsl og álag á börn og unglinga í íþróttum. Íþróttaiðkun hefur farið vaxandi og eru nú ansi margir einstaklingar farnir að æfa eins og afreksíþróttamenn. Ég hef […]

Tölvuhálsar

Tölvuhálsar Grein birt í Morgunblaðinu 29.sept 2013. Svokallaðir „tölvuhálsar“ verða sífellt algengari,“ segir Jón Arnar Magnússon kírópraktor. Fæstir þekkja hugtakið „tölvuháls“ en það er notað um stoðkerfisvandamál í tengslum við mikla tölvu- og farsímanotkun. Fjöldi fólks notar tölvur og farsíma daglega við leik og störf og óhætt er að segja að sannkölluð sprenging hafi orðið […]

Hryggskekkja

Hvað er hryggskekkja? Hryggskekkja er óeðlileg sveigja á hrygg frá einni hlið til annarrar. Þegar horft er aftan á líkamann hefur venjulegur hryggur beina lóðrétta stöðu. Þegar horft er aftan á líkamann hjá fólki með hryggskekkju þá eru þeir sem hafa eina sveigju í hrygg í laginu líkt og „C“ en þeir sem hafa tvær sveigjur hafa […]

Jón Arnar í Íslandi í dag

Frjálsíþróttamaðurinn Jón Arnar Magnússon telur að sjálfsofnæmi sem hann fékk í háskólanámi erlendis megi rekja til þess hversu snögglega hann hætti æfingum. Ofnæmið varð til þess að þessi fyrrum hár- og skeggprúði maður missti hvert einasta hár. Eftir að hafa lært kírópraktík í Bretlandi í fimm ár er hann nú fluttur heim og starfar sem […]