Þegar kírópraktorarnir okkar taka við skjólstæðingum í fyrsta tímann er markmiðið alltaf að leiðbeina fólki til betri heilsu með kírópraktískri meðferð. Algengt er að fólk leiti til okkar með vandamál sem, í okkar augum, er oft ósköp einfalt að leysa ef fólk hefði fengið meðferð og/eða ráðleggingar strax þegar þau komu upp. Með öðrum orðum, fólk á það til að koma til okkar of seint.

Meðferðir okkar felast í einföldum og öruggum aðferðum sem er auðvelt að framkvæma og geta breytt lífi fólks á svipstundu. Meðferðin hefur gríðarlega jákvæð áhrif á líf fólks og getur oft minnkað líkurnar umtalsvert á krónískum verkjum, vanlíðan, veikindadögum, aðgerðum, lyfjanotkun o.s.frv. ef gripið er inn í um leið og vandamálin koma upp.

Flest hafa lent í því að fá í bakið, fá höfuðverki, tognað á ökkla o.s.frv. og hafa beðið eftir að meiðslin líði hjá, verkir minnki og komist aftur inn í sitt daglega ferli. Stundum er það ekki alltaf fullnægjandi meðhöndlun á stoðkerfisvandamálum. Það sem gerist oft er að líkaminn lærir nýja leið til að komast hjá vandamálinu með öðruvísi hreyfiferil og virkjar umrædda vöðva ekki nógu vel. Vöðvarnir enda á að tapa styrk, liðurinn sem um ræðir situr ennþá stífur og taugakerfið finnur nýja leið til að komast hjá því að erta vandamálið að nýju. Með öðrum orðum aðlagar líkaminn sig að vandamálinu.

Þá má nefna að stoð- og taugakerfisvandamál kosta mikið fjármagn fyrir almenning, heilbrigðiskerfið og íslenska ríkið. Sem dæmi má nefna eru mjóbaksverkir algengasta ástæða örorku í heiminum þessa stundina. Hægt væri að létta umtalsvert á heilbrigðiskerfinu okkar, sem er undir nógu miklu álagi nú þegar, ef fólk myndi leita sér hjálpar hjá kírópraktor. Sérstaklega í ljósi þess að stór hluti tilfella í heilbrigðiskerfinu eru stoðkerfisvandamál – okkar sérgrein. Einnig er biðtími til að komast að hjá kírópraktor oftast innan við viku, þar sem ekki þarf beiðni til að komast að.

Þess vegna liggur ástríða okkar í að hjálpa fólki um leið og vandamálin koma upp og koma í veg fyrir að þau verði alvarlegri og krónísk, áður en viðkomandi leitar sér frekari hjálpar, innan heilbrigðiskerfisins sem utan. Til þess að vera vel upplýst um eigið ástand mælum við með því að sækja sér álit sérfræðinga til að koma í veg fyrir veikindi. Fyrirbyggjandi aðferðir í stað þess að bregðast við einkennum þegar þau banka upp á. Rétt eins og að bursta tennurnar reglulega og fara í skoðun til tannlæknis til að koma í veg fyrir tannskemmdir eða fara með bílinn í skoðun áður en hann bilar, þá viljum við stuðla að heilbrigði og koma í veg fyrir alvarlega heilsubresti.

Margir halda að fólk þurfi að vera með verki, vandamál eða í slæmu ástandi til að hitta kírópraktor. En það gæti ekki verið lengra frá raunveruleikanum. Við viljum styðja við fólk sem vill taka heilsuna í eigin hendur og koma í veg fyrir veikindi, lyfjanotkun og vanlíðan og stuðla að vellíðan, vitneskju og hamingju. Þetta köllum við vellíðunar meðferð (wellness care).

Líkaminn okkar er einstaklega sniðugur og fullkominn í eðli sínu og lætur okkur vita ef eitthvað er að, en við þurfum að vera duglegri að hlusta á hann og koma honum í ástand þar sem hann er sem sterkastur og halda honum þar út lífið. Það er kírópraktík í hnotskurn.