Verkur í öxl

Öxlin samanstendur af upphandleggsbeini, herðablaði og viðbeini. Upphandleggsbeinið situr svo í glenoid-skálinni á herðablaðinu og er haldið stöðugri þar með fjórum vöðvum sem kallast rotator cuff-ið.

Í hinu vestræna samfélagi eru axlavandamál mjög algeng en oft má rekja stóran hluta þeirra til mikils álags á þessa fjóra vöðva, sinar og vöðvafestur þeirra. Þegar þessi vandamál banka upp á er gríðarlega mikilvægt að líta til herðablaðsinsþar sem skortur á hreyfingu, ofhreyfanleiki eða slæmstaðsetning þess geta leitt til langvarandi aukins álags á vöðvahópinn rotator cuff. Þá má einnig leita lengra og skoða hreyfingu og líkamsstöðu brjóstbaksins þegar axlavandamál gera vart við sig, til að viðhalda góðri hreyfigetu herðablaðsins.

Önnur algeng orsök vandamála með umræddan vöðvahóp er óvenjuleg lögun acromionhluta herðablaðsins (beinið sem situr efst og yst á öxlinni), en í sumum tilvikum hefur beinið vaxið á þann hátt að það þrengir að sinum og bursum (vökvapokar sem minnka núning á milli sina og beina) sem getur haft í för með sér hreyfiskerðingu, bólgur og verki. Til að útloka slíkt má gjarnan notast við myndgreiningar eins og stafræna röntgengreiningu eða segulómskoðun.

Eins og sjá má geta axlavandamál verið afar flókin og oft þarf að grafa djúpt til að komast að rót vandans í stað þess að vinna í gegnum afleiðingarnar. Ef þú átt við axlavandamál að stríða er tilvalið að leita til fagmanna eins og kírópraktora eða sjúkraþjálfara til að ráða bót á vandamálinu.

Matthías Arnarson B.Sc.