Tag Archives: kírópraktor

Vissir þú að öxlin er sá liður mannslíkamans sem er með mestu hreyfigetuna?

Verkur í öxl Öxlin samanstendur af upphandleggsbeini, herðablaði og viðbeini. Upphandleggsbeinið situr svo í glenoid-skálinni á herðablaðinu og er haldið stöðugri þar með fjórum vöðvum sem kallast rotator cuff-ið. Í hinu vestræna samfélagi eru axlavandamál mjög algeng en oft má rekja stóran hluta þeirra til mikils álags á þessa fjóra vöðva, sinar og vöðvafestur þeirra. Þegar þessi vandamál banka upp á er gríðarlega mikilvægt […]

Hvað gerir kírópraktor?

Kírópraktor skoðar, greinir og meðhöndlar stoðkerfisvandamál tengd hryggjarsúlu líkamans. Kírópraktorar hjá Kírópraktorstofu Íslands taka stafrænar röntgenmyndir af skjólstæðingum í standandi stöðu sem geta gefið mikilvægar upplýsingar við greiningu á vandanum. Vöðva- og taugakerfið starfar í takt og umhverfi við hryggjarsúluna, því er heilsa og virkni hennar nauðsynlegur þáttur í heilbrigðum líkama. Með þekkingu sinni við […]

Bakverkir – Af hverju fáum við í bakið?

Bakverkir – Hvað veldur? Flestir hafa heyrt orðin þursabit, tak í bakið og mjóbaksverkir. En hver er þýðingin og munurinn á milli þeirra? Allt geta þetta verið mismunandi heiti yfir sömu eða svipuð einkenni þar sem verkjum er lýst í eða í kringum mjóbakssvæðið. Einkennin geta verið staðbundin eða leitt niður í rasskinnar eða fram […]

Íþróttaiðkun barna og unglinga. Hverju ber að fylgjast með?

Íþróttaiðkun barna og unglinga. Hlustum og fylgjumst með Jón Arnar Magnússon, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands og ólympíufari í tugþraut. Fréttatíminn 17.júlí 2015 Ég hef undanfarið fylgst með umræðunni varðandi meiðsl og álag á börn og unglinga í íþróttum. Íþróttaiðkun hefur farið vaxandi og eru nú ansi margir einstaklingar farnir að æfa eins og afreksíþróttamenn. Ég hef […]

Tölvuhálsar

Tölvuhálsar Grein birt í Morgunblaðinu 29.sept 2013. Svokallaðir „tölvuhálsar“ verða sífellt algengari,“ segir Jón Arnar Magnússon kírópraktor. Fæstir þekkja hugtakið „tölvuháls“ en það er notað um stoðkerfisvandamál í tengslum við mikla tölvu- og farsímanotkun. Fjöldi fólks notar tölvur og farsíma daglega við leik og störf og óhætt er að segja að sannkölluð sprenging hafi orðið […]

Hryggskekkja

Hvað er hryggskekkja? Hryggskekkja er óeðlileg sveigja á hrygg frá einni hlið til annarrar. Þegar horft er aftan á líkamann hefur venjulegur hryggur beina lóðrétta stöðu. Þegar horft er aftan á líkamann hjá fólki með hryggskekkju þá eru þeir sem hafa eina sveigju í hrygg í laginu líkt og „C“ en þeir sem hafa tvær sveigjur hafa […]

Líkamsrækt til að viðhalda golfsveiflunni

Mikilvægt að viðhalda golfsveiflunni Margir hætta alveg að sveifla golfkylfu yfir vetrartímann sem er ekki rétt að gera. Það tekur líkamann fyrsta mánuðinn á hverju sumri að venjast golfsveiflunni aftur og þann tíma megum við ekki missa hérna á Íslandi því golftímabilið er stutt. Að stunda líkamsrækt yfir vetrartímann er það besta sem við getum gert […]

Aukinn sveifluhraði í golfi

Rannsóknir sýna að þú getur aukið sveifluhraðann í golfi með því að bæta styrktarþjálfun og liðleikaþjálfun við æfingakerfið þitt. Til að geta slegið boltann lengra verður þú að hafa stöðugleika og styrk í neðri hluta líkamans, jafnt sem efri hluta líkamans og í höndum. Styrkur er aðeins grunnurinn; styrkur gefur þér möguleika á að framkvæma […]