Rannsóknir sýna að þú getur aukið sveifluhraðann í golfi með því að bæta styrktarþjálfun og liðleikaþjálfun við æfingakerfið þitt.

Til að geta slegið boltann lengra verður þú að hafa stöðugleika og styrk í neðri hluta líkamans, jafnt sem efri hluta líkamans og í höndum. Styrkur er aðeins grunnurinn; styrkur gefur þér möguleika á að framkvæma snúninginn og dregur klárlega úr líkum á meiðslum, en án liðleika og jafnvægis munt þú ekki geta aukið sveifluhraðann. Ef þú bætir styrk og eykur vöðvamassa án liðleikaþjálfunar þá getur þú misst það sem kallað er rétt tímasetning og sveifluhraðinn verður hægari. Flestir hafa nægan styrk til að sveifla golfkylfu en oftar er liðleikaþjálfuninni ábótavant. Prófaðu að standa á öðrum fæti, hafðu hendur niður með síðum og horfðu beint fram. Þetta átt þú að geta gert vandræðalaust í 30 sekúndur. Ef ekki, gerðu þá þessa æfingu á hverjum degi og þannig öðlast þú það jafnvægi sem er svo mikilvægur hluti af golfsveiflunni.