Hryggskekkja er óeðlileg sveigja á hrygg frá einni hlið til annarrar. Þegar horft er aftan á líkamann hefur venjulegur hryggur beina lóðrétta stöðu. Þegar horft er aftan á líkamann hjá fólki með hryggskekkju þá eru þeir sem hafa eina sveigju í hrygg í laginu líkt og „C“ en þeir sem hafa tvær sveigjur hafa hrygg í laginu líkt og „S“.

Algengt er að hryggskekkja komi fram snemma á barns- eða unglingsaldri og er hún algengari hjá stúlkum en drengjum. Óeðlileg sveigja getur aukist mikið þegar ungmenni taka vaxtarkipp.

Orsakir hryggskekkju er oft óþekktar. Þegar orsök er óþekkt, er það kallað sjálfvakin hryggskekkja.

Tegundir hryggskekkju

Til eru nokkrar tegundir af hryggskekkju:

1. Sjálfvakin hryggskekkja er hryggskekkja án orsaka og hægt er að flokka hana eftir aldri

–      Hryggskekkja ungbarna frá fæðingu til þriggja ára.

–      Hryggskekkja barna frá þriggja til tíu ára.

–      Hryggskekkja unglinga frá ellefu til átján ára.

–      Hryggskekkja fullorðinna eldri en átján ára.

2. Meðfædd hryggskekkja er til staðar við fæðingu barns. Það gerist þegar hryggur barns nær ekki að myndast eðlilega í móðurkviði.

3Tauga hryggskekkja; stafar af vandamálum í taugakerfi líkamans sem hefur áhrif á vöðva líkamans.

4. Hrörnunar hryggskekkja myndast vegna áverka á hrygg (meiðsla eða veikinda), í aðgerð eða vegna beinþynningar.

5. Hryggskekkja vegna styttri fótleggs er þegar annar fótleggurinn er styttri en hinn og leiðir það oft til snúnings í spjaldhrygg og hryggskekkju í mjóbaki.

 

Einkenni hryggskekkju

Hryggskekkju fylgja ekki endilega miklir verkir, í raun er fólk með hryggskekkju oft einkennalaust. Mikilvægt er þó að fylgjast með eftirfarandi einkennum:

1. Ójafnum mjöðmum eða öxlum (ein öxl eða mjöðm getur verið hærri en hin öxlin eða mjöðmin).

2. Áberandi sveigju til hliðar í hrygg þegar horft er aftan á líkamann.

3. Eymslum í hrygg eftir langvarandi setu eða eftir að hafa staðið í langan tíma.

4. Verkjum í mjóbaki.

 

Meðhöndlun hryggskekkju.

Ef grunur er um að hryggskekkja sé til staðar er mikilvægt að láta skoða hrygginn sem fyrst til að koma í veg fyrir slit síðar á lífsleiðinni. Kírópraktorarnir hjá Kírópraktorstofu Íslands hafa hjálpað mörgum sjúklingum með hryggskekkju. Kírópraktorarnir taka röntgenmyndir og er myndgreiningin mjög nákvæm, meðal annars sýnir hún hvort um hryggskekkju sé að ræða, mælir fótalengd og hvort snúningur sé á spjaldhrygg og mjöðmum.

Hnykkingar hjá kírópraktor geta leiðrétt hryggskekkju, bætt hryggstöðu og virkni taugakerfisins sem leiðir til þess að fólk fær réttari líkamsstöðu.

Ef hryggskekkja er ekki meðhöndluð þarf stundum að grípa inn í með spelkunotkun og í enn alvarlegri tilfellum gæti þurft skurðaðgerð þar sem hryggjarliðir eru spengdir saman til að rétta hrygginn af. Því fyrr sem hryggskekkja er greind því skilvirkari getur meðferð verið.

Ef grunur er um hryggskekkju endilega látið kírópraktorana hjá Kírópraktorstofu Íslands kíkja á ykkur, pantið tíma í 527 2277.