Skert hreyfigeta í hálsi

Hálsinn er gríðarlega vanmetið hryggsvæði þegar kemur að því að hafa nægilegan hreyfanleika fyrir golfsveifluna. Til að undirstrika mikilvægi þess að hafa nægan hreyfanleika í hálsinum, ímyndaðu þér hvernig væri að spila golf með hálsríg.   Algeng mistök iðkenda með skertan hreyfanleika í hálsi er til dæmis styttri sveifla, að missa stöðuna auðveldlega og óstöðugt höfuð yfir boltanum. Þess vegna er algengt að sjá hliðarhreyfingar og oft aðeins á efri hluta líkamans. Við eigum að geta snúið höfðinu í 90° til hægri og vinstri, það er að geta horft yfir skyrtusaumana á öxlum og jafnt báðum megin. Ef þetta er vont eða ómögulegt, þá ert þú með skerta hreyfigetu í hálsinum.